Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:08:26 (6684)

1998-05-18 11:08:26# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:08]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Frumvarpið felur í sér alvarlegustu atlögu sem sést hefur síðustu áratugina á láglaunafjölskyldur í landinu en hundruð fátæks fólks verða skildir eftir án nokkurs öryggis í húsnæðismálum en því er nú hreinlega úthýst úr húsnæðiskerfinu. Það verður þessari ríkisstjórn til ævarandi skammar hvernig hún ræðst grimmilega að kjörum þeirra verst settu í þjóðfélaginu og hunsar vilja verkalýðshreyfingarinnar og 26 félagasamtaka um að fresta málinu.

Frv. mun sérstaklega draga niður lífksjör og bitna með fullum þunga á námsmönnum, einstæðum foreldrum, öldruðum og fátækum barnafjölskyldum. Ég segi að sjálfsögðu já við því að vísa frá þessari grimmilegu aðför á þessa hópa.