Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:25:29 (6698)

1998-05-18 11:25:29# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:25]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill aðeins segja, vegna þeirra óska sem hér hafa komið fram um að fresta atkvæðagreiðslunni, að hún er hafin. Forseta er ljóst að það vantar þingmenn í salinn sem ekki eru með fjarvistarleyfi og forseti hefur gert ráðstafanir til þess að kanna hvort þeir eru langt í burtu og gerir auðvitað kröfu til að menn mæti á þingfundi. (SJS: Getur forseti lesið upp hvaða menn það eru sem vantar í salinn og ekki eru með fjarvistaleyfi?) Það er kannski eðlilegt að forseti lesi þá upp fjarvistaskrána og hún er svohljóðandi:

Eftirtaldir þingmenn biðja um fjarvistarleyfi í dag:

Friðrik Sophusson, 2. þm. Reykv.,

Lára Margrét Ragnarsdóttir, 6. þm. Reykv.,

Ásta R. Jóhannesdóttir, 18. þm. Reykv.,

Halldór Blöndal samgrh.,

Gunnlaugur M. Sigmundsson, 2. þm. Vestf.,

Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn.,

Egill Jónsson, 3. þm. Austurl.

Síðar hafa borist boð um að Sturla Böðvarsson óski eftir fjarvistarleyfi.

Ásta B. Þorsteinsdóttir, 15. þm. Reykv., boðar veikindaforföll.

Forseti vonar að hv. þingmenn, þrátt fyrir þetta, taki þátt í atkvæðagreiðslunni.