Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:49:52 (6739)

1998-05-18 12:49:52# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:49]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er hæstv. félmrh. Páll Pétursson kominn á verulegt flug í frjálshyggjunni því hér vill hann láta lögfesta að vextir af viðbótarlánum, sem eru lán til hinna tekjulægri, taki mið af lánskjörum sem bjóðast á markaði hverju sinni þannig að ef Fjárfestingarfélaginu, Kaupþingi og lífeyrissjóðunum, sem nú eru skuldbundin samkvæmt nýjum lögum frá þessari sömu ríkisstjórn til að okra sem frekast þeir mega, tekst að keyra vaxtastigið upp þá er verið að tryggja að þau skuli fá í kaupbæti nokkrar krónur frá tekjulitlu fólki, fólki sem fyrir náð og miskunn er veitt viðbótarlán til að freista þess að koma þaki yfir höfuðið því vextirnir af viðbótarlánunum eiga samkvæmt þessari lagagrein að taka mið af lánskjörum á markaði.