Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:57:59 (6745)

1998-05-18 12:57:59# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:57]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi kafli um lán til leiguíbúða er einskis virði meðan ekki verður veitt fjármagn til leiguíbúða og er svartasti bletturinn á þessu frv. Þetta frv. mun þýða verulega aukningu á nýjum útgjöldum fyrir sveitarfélögin vegna stóraukinna þarfa á leiguhúsnæði og a.m.k. tvöföldunar á fjármagni til húsaleigubóta. Ábyrgðin á því er alfarið ríkisstjórnarinnar. Ég greiði ekki atkvæði.