Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:27:14 (6757)

1998-05-18 13:27:14# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:27]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Eitt það jákvæðasta í lögunum er að einstaklingar sem ella hefðu farið í félagslegt húsnæði skuli fá aukið frelsi frá því sem nú er. Því miður eru greiðslubyrðarnar þannig að þetta er blekking og síðan geta sveitarfélögin svipt einstaklinginn valfrelsi eins og gert er í þessu lagaákvæði og skipað honum að kaupa tiltekna íbúð. Á þessu kunna að vera skýringar en hitt er illskiljanlegt hvernig reynt er að blekkja fólk með því að segja að verið sé að gera annað en það sem blasir við í raunveruleikanum þegar að er gáð.