Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:30:51 (6803)

1998-05-19 16:30:51# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÁÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:30]

Ásta B. Þorsteinsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði beint máli mínu til hæstv. félmrh. við 1. umr. til þess að leita eftir sjónarmiðum hans á því með hvaða hætti hann teldi að málefni láglaunafólks, námsmanna, fatlaðra og annarra með tekjur undir 80 þús. kr. á mánuði yrðu leyst í þessu nýja kerfi. Hvaða hugmyndir hefur hæstv. félmrh. um það? Ekkert hefur komið fram síðan 1. umr. fór fram sem fær mann til að trúa því að hugsað sé fyrir þessu fólki í þessu kerfi. Hvernig sér hæstv. félmrh. t.d. að búsetumálum fatlaðra verði borgið í nýju kerfi? Telur hann að það fólk sem hefur rétt rúmlega 60 þús. kr. í tekjur á mánuði ráði við það að greiða húsaleigu sem er byggð á markaðsvöxtum á hverjum tíma?