Framleiðsla og sala á búvörum

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:45:11 (7073)

1998-05-28 10:45:11# 122. lþ. 135.8 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:45]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða samning milli Bændasamtaka Íslands og ríkisstjórnar Íslands sem var lagður í atkvæðagreiðslu meðal þeirra sem hafa greiðslumark í mjólk og samþykktur með 90% atkvæða. Eftir það fer hann til meðferðar hjá Alþingi og þá er veigamiklu atriði í samningnum breytt, þ.e. því atriði sem til hvað mestra framfara horfði, að það yrði settur á kvótamarkaður og m.a. voru bundnar vonir við að það mundi lækka verð á mjólkurkvóta. Þetta atriði er tekið út úr samningnum í meðferð þingsins og ég tel að við þetta hafi samningurinn tekið veigamiklum breytingum. Ég greiði atkvæði gegn þessari breytingu.