Atvinnuleysistryggingar

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 11:33:06 (7089)

1998-05-28 11:33:06# 122. lþ. 135.17 fundur 654. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (geymsla áunnins réttar o.fl.) frv. 47/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[11:33]

Ögmundur Jónasson um atkvæðagreiðslu:

Hæstv. forseti. Þetta frv. og reyndar einnig það frv. sem kemur til atkvæðagreiðslu næst á eftir og er nátengt er að flestu leyti mjög til bóta. Hér er fólki gert kleift að geyma áunninn rétt til atvinnuleysisbóta vegna fæðingarorlofs eða fangelsisvistar nema hvort tveggja sé. Þá er inn í þessar lagabreytingar fléttað frv. sem hv. þm. Guðrún Helgadóttir flutti til að koma í veg fyrir að atvinnulaust fólk sem fær bætur eftir látinn maka sinn verði fyrir kjaraskerðingu. Það er þakkarvert að meiri hlutinn skuli hafa fallist á þessa annars sjálfsögðu réttarbót sem hv. þm. Guðrún Helgadóttir beitti sér fyrir fyrr á þessu þingi. Við munum styðja frv. en ekki þá lagagrein sem m.a. gerir ráð fyrir því að fólk í hlutastarfi verði fyrir skerðingu á atvinnuleysisbótum, þ.e. fólk sem er fyrir ofan tiltekin tekjumörk. Að öðru leyti er þetta frv. mjög til bóta.