Skipting aukinna aflaheimilda

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 12:55:05 (7091)

1998-05-28 12:55:05# 122. lþ. 136.96 fundur 424#B skipting aukinna aflaheimilda# (aths. um störf þingsins), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[12:55]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég vil taka undir þá ósk sem hv. þm. Sigríður Jóhannesdóttir bar fram um að þessi mál verði með einhverjum hætti tekin upp á Alþingi.

Það var athyglisvert, herra forseti, þegar fregnir bárust af hinni miklu aflaaukningu að allt var það reiknað til peninga umsvifalaust. Það sýnir okkur hversu meðvituð þjóðin er orðin um þau gífurlegu verðmæti sem verið er að deila út og að þeir fá mest sem mest höfðu fyrir. Í tillögu jafnaðarmanna um veiðileyfagjald er bent á þá aðferð að viðbótarkvótar verði seldir. Það væri meira í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar en það gjafakvótakerfi sem hér er viðhaldið og stutt af ríkisstjórninni. Ég segi því aftur, herra forseti, að ég styð þá tillögu sem hér hefur komið fram frá hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur um að við skoðum þetta mál, þess er full þörf.