Lögmenn

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:39:27 (7243)

1998-06-02 15:39:27# 122. lþ. 140.11 fundur 57. mál: #A lögmenn# (heildarlög) frv. 77/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:39]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Sú brtt. sem stjórnarandstöðuþingmenn í hv. allshn. stóðu að og hefur nú verið felld var efnislega samhljóða ákvæði í öðru frv. eins og hér hefur verið greint frá, þ.e. frv. til innheimtulaga. Þótt hv. allshn. hafi lagfært 24. gr. verulega frá því sem var upprunalega í frv. tel ég óásættanlegt að þingið samþykki aðra skipan í þessu frv. en gert er ráð fyrir í frv. til innheimtulaga. Því get ég ekki stutt þetta ákvæði og mun sitja hjá við afgreiðslu þess.