Skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 18:59:26 (7296)

1998-06-02 18:59:26# 122. lþ. 141.18 fundur 465. mál: #A skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald# þál. 26/122, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[18:59]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Verið er að greiða atkvæði um tillögu 2. minni hluta þess efnis að nefndin sem kjósa á skuli ljúka störfum í árslok 1998. Það er mat þingflokks jafnaðarmanna að ef ekki er að finna í tillögunni ákvæði um hvenær nefndin skuli ljúka störfum sé hún um margt sýndarmennska þar sem ætlunin er að reyna að drepa þetta grundvallarmál, sem auðlindagjaldið er, í nefnd næstu árin. Við munum ekki standa að því og því leggjum við fram þessa tillögu en það má glöggt greina á töflunni á veggnum að tillagan hefur verið felld og að henni felldri munum við sitja hjá við afgreiðslu hennar á eftir.