Almannatryggingar

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 23:31:37 (7333)

1998-06-02 23:31:37# 122. lþ. 141.23 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[23:31]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er fegin að heyra að hv. þm. ætlar ekki að tefja það mál sem hér liggur fyrir sem er mjög mikilvægt að ljúka fyrir þinglok, þ.e. þær réttarbætur sem hér eru á borðum þingmanna og við þurfum að ljúka. Hv. þm. hefur lagt fram brtt. og fært fyrir henni rök og segir að lögfræðingur hafi aðstoðað sig við að semja brtt. og að baki búi útreikningar, en við verðum samt að viðurkenna það, hv. þm., að það lágu engir útreikningar bak við tillögu hv. þm. Það er rétt sem hv. þm. segir að það kostar að vera lýðræðisþjóð en það er rétt að þær tillögur sem fram koma séu þess eðlis að búið sé að vinna þær til fullnustu og ég held að hv. þm. hljóti að viðurkenna að svo er ekki.