Almannatryggingar

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 23:36:13 (7337)

1998-06-02 23:36:13# 122. lþ. 141.23 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[23:36]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Við erum að tala um fyrirkomulag sem færir tekjur einstaklings úr rúmum 63 þús. kr. niður í 15 þús. kr. á mánuði og gerir þennan einstakling algerlega upp á maka sinn kominn. Og þótt það kostaði 1.000 millj., þótt það kostaði 2.000 þús. millj. bæri að laga þetta. Við eigum ekki að una þessum mannréttindabrotum og það ber að laga þetta þegar í stað.