Staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 13:49:18 (7453)

1998-06-04 13:49:18# 122. lþ. 144.1 fundur 568. mál: #A staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn# þál. 28/122, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[13:49]

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Sú útfærsla hernaðarbandalagsins NATO sem fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir er afar óæskilegt skref í öryggismálum Evrópu. Ég hef í umræðum um þessa tillögu gert ítarlega grein fyrir afstöðu minni til málsins. Í stað þess að færa út hernaðarbandalagið NATO hefði átt að leita nýrra leiða í öryggismálum álfunnar í heild, m.a. með því að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði um álfuna þvera frá norðri til suðurs með þátttöku Norðurlanda og m.a. þeirra ríkja sem á nú að taka undir kjarnorkuhlíf Atlantshafsbandalagsins. Ég óttast afleiðingar þess sem hér er að gerast og lýsi andstöðu minni við það með því að greiða tillögunni ekki atkvæði mitt.