1998-06-04 23:53:29# 122. lþ. 145.22 fundur 707. mál: #A mótmæli við aukinni losun geislavirkra efna frá breskum kjarnorkuendurvinnslustöðvum# þál. 33/122, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur, 122. lþ.

[23:53]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki orðin utanrrh. enn þá, hvað sem síðar verður, en ég vil taka undir hugmynd hv. þm. og benda á að eins og tillögugreinin er þá er hún fyrst og fremst almenn ályktun Alþingis. Ef maður hugsar bara um ályktunina eina og sér vaknar sú spurning hvernig henni verði fylgt eftir. Það hlýtur bæði að vera hlutverk Alþingis að gera það og jafnframt stjórnvalda. Ég teldi mjög eðlilegt að utanrrh. kynnti þessa tillögu þingsins en það hlýtur einnig að vera hlutverk þingsins sjálfs að fylgja henni eftir. Ég ítreka þá hugmynd mína og beini því til hæstv. forseta að þingið íhugi hreinlega að senda nefnd til Bretlands út af þessu alvarlega máli. Ég held að það væri vissulega tímabært og mjög nauðsynlegt.