Umræða um tilraunaveiðar á ref og mink

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 15:29:14 (7632)

1998-06-05 15:29:14# 122. lþ. 146.97 fundur 467#B umræða um tilraunaveiðar á ref og mink# (um fundarstjórn), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[15:29]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill vegna þessarar fyrirspurnar hv. þm. geta þess að hann stóð í þeirri trú að samkomulag hefði verið um þetta við flutningsmenn málsins. Forseti heyrir að svo virðist ekki hafa verið, a.m.k. ekki við alla flutningsmenn málsins, en vekur á því athygli að á eftir, þegar gert verður 20 mínútna hlé, mun gefast tóm til þess að flutningsmenn ræði við forseta og þingflokksformenn um þetta tiltekna mál. Þá gefst kostur á því, eftir efnum og ástæðum, að setja þetta á dagskrá nýs fundar sem boðað verður til eftir 20 mínútur, verði niðurstaðan sú.