Túnfiskveiðar

Miðvikudaginn 15. október 1997, kl. 14:01:58 (509)

1997-10-15 14:01:58# 122. lþ. 9.3 fundur 78. mál: #A túnfiskveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur

[14:01]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Svo virðist sem göngur túnfisks hingað norður eftir séu tiltölulega nýjar af nálinni. Ýmsir fræðimenn telja að það stafi af meiri hlýindum í hafinu sem geri það að verkum að þessi tegund sæki norður. Hæstv. ráðherra segir að það þurfi að meta með tilliti til hagsmuna Íslendinga hvort við göngum í Alþjóðatúnfiskráðið eða ekki. Til að það sé hægt að meta þurfa hins vegar að liggja fyrir einhverjar upplýsingar um ástand þessara stofna og göngur hingað norður eftir. Þess vegna spyr ég hæstv. ráðherra: Fyrirhugar hann að fela Hafrannsóknastofnun að efna til einhvers konar rannsókna á göngum túnfisks með það fyrir augum að meta hversu mikið magn gengur hingað norður eftir og hvort líklegt sé að það ástand vari næstu árin? Ég held að nauðsynlegt sé að efna til einhvers konar rannsókna á tegundinni til þess að við getum metið hagsmuni okkar til frambúðar.