Efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 18:05:36 (621)

1997-10-16 18:05:36# 122. lþ. 11.8 fundur 16. mál: #A efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni# þál., DH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[18:05]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nú aðeins draga úr því sem ég sagði áðan um fjölmiðla. Það má náttúrlega alls ekki setja alla undir sama hatt. En sumir eru þessu marki brenndir. Sem betur fer sjáum við oft fallegar myndir af landsbyggðinni. Þá er það ekki síst fyrir ferðamanninn sem kemur þá til okkar og skoðar það sem við höfum upp á að bjóða. En hvað varðar fjölbreytni í leikhúsum, kvikmyndahúsum og annað þess háttar, þá held ég að fólk af landsbyggðinni sæki slíkt ekkert síður heldur en fólk hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég þekki marga hér í Reykjavík sem ekki fara eins oft á leiksýningar og í kvikmyndahús og margir sem ég þekki á landsbyggðinni.