Háskólar

Þriðjudaginn 21. október 1997, kl. 15:45:02 (702)

1997-10-21 15:45:02# 122. lþ. 13.7 fundur 165. mál: #A háskólar# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur

[15:45]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ósammála þessari uppsetningu ráðherrans. Ég er þeirrar skoðunar að það sé í raun og veru algerlega út í hött að reyna að knýja frv. af þessu tagi í gegnum þingið fyrr en drög sjást að þeim sérlögum sem eiga að ná yfir háskólana í háskólasamfélaginu. Mér finnst algjörlega öfugt að hlutunum farið að reyna að keyra í gegn almennt frv. af þessu tagi með þeim sérstöku sérviskum Sjálfstfl. sem skerða sjálfstæði háskólanna. Eðlilegast væri að ýta þessu máli út af borðinu og fara fyrst yfir frv. til sérlaga fyrir hina ýmsu háskóla.