Bæjanöfn

Þriðjudaginn 21. október 1997, kl. 17:11:19 (727)

1997-10-21 17:11:19# 122. lþ. 13.10 fundur 164. mál: #A bæjanöfn# (örnefnanefnd) frv., menntmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur

[17:11]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. á þskj. 164, frv. til laga um breyting á lögum um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953, með síðari breytingum. Þetta frv. var einnig flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga og er endurflutt. Það hefur einnig sætt orðalagsbreytingum en efnislega er það eins og það var á síðasta þingi. Þá var það rætt og ætla ég ekki að bæta við þær umræður sem fóru fram um málið þá en legg til að málinu verði vísað til hv. menntmn. eftir þessa umræðu.