Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 16:25:08 (1364)

1997-11-18 16:25:08# 122. lþ. 27.1 fundur 249. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[16:25]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst það mikill heiður ef mér hefur tekist að koma með framsóknarlegan útúrsnúning. Þingmenn annarra flokka hafa verið flinkari í slíku hefur mér fundist fram að þessu.

Auðvitað mun ég ekki knýja fram neinar breytingar. Ég er bara að halda þessu litla en þó stóra atriði til haga, að það er Alþingi sem fer með löggjafarvaldið og við getum breytt frv. En ég skal alveg taka undir það með hv. þm. að það yrði þá gert í ósátt, nema um það yrði að ræða að samkomulag næðist um einhverjar breytingar eins og oft er þegar nefnd fær mál til umfjöllunar, að það koma fram gallar á máli. Hv. þm. tók undir það fyrr í þessari umræðu að það mætti vel vera að þarna þyrfti að breyta einhverjum atriðum.