Landbrot af völdum Þjórsár

Miðvikudaginn 19. nóvember 1997, kl. 14:10:23 (1404)

1997-11-19 14:10:23# 122. lþ. 28.3 fundur 240. mál: #A landbrot af völdum Þjórsár# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur

[14:10]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir að vekja máls á þessu mikla og vaxandi vandamáli við Þjórsá. Landbrot er að verða alvarlegt vandamál við Þjórsá og víðar á Suðurlandi. Mér finnst sýnt að Landsvirkjun komi að þessu máli því ljóst er að virkjanir á hálendinu valda þessum breytingum sem orðið hafa við Þjórsá.

Landbrotið er einnig þekkt víðar á Suðurlandi, t.d. við Markarfljót og Klifanda og við verðum að verja meiri peningum til landvarna. Við vinnum stöðugt að landgræðslu sem er mjög jákvætt að sjálfsögðu. Þar hafa fyrirtæki komið til hjálpar. En hér er líka upplagt verkefni, vil ég meina, fyrir fyrirtæki að koma að, þ.e. að verja það land sem ræktað hefur verið því að landbrot er vaxandi vandamál á þessu svæði.