Tenging bóta almannatrygginga við laun

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 13:44:29 (1516)

1997-12-02 13:44:29# 122. lþ. 32.2 fundur 103#B tenging bóta almannatrygginga við laun# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[13:44]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið mun lagt fram frv. um þetta efni nú í vikunni og þá sjá menn þetta hvernig þessu er komið. En ég vil taka það skýrt fram og það kom fram í máli mínu að hækkunin að undanförnu hefur verið meiri en nemur launaþróuninni. Það þarf að undirstrika.

Í öðru lagi er það ekki rétt ályktun hjá hv. þm. að þetta væri eitthvað loðið. Í lagagreininni er alveg skýrt að ákvörðunin er í fjárlögum og viðmiðunin er sótt í almenna launaþróun. Ef það gerist, eins og t.d. gerðist á árunum 1988, 1989 og 1990 en þau ár þekkir hv. þm. afar vel því að þá sat hann í ríkisstjórn, að verðlagið hækkar meira en laun þá mun viðmiðunin verða í verðlaginu. Þannig er það algerlega rangt sem hv. þm. sagði þegar hann hélt að þetta væri einhver loðinmolla.