Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 14:21:26 (1537)

1997-12-02 14:21:26# 122. lþ. 32.4 fundur 275. mál: #A stjórn fiskveiða# (endurnýjunarreglur fiskiskipa) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[14:21]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ugglaust kemur að því í fyllingu tímans að unnt verði að afnema þessar reglur. Ég tel hins vegar að það sé mjög mikils um vert að tekist hefur samkomulag í þeim hópi sem um þetta fjallaði. Eins og fram kom komu að því starfi bæði stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar með alveg gjörólík viðhorf í þessum efnum og náðu þessu samkomulagi. Ég held að það sé mikils um vert að reyna að fylgja því eftir og ánægjulegt að mínu mati að það skyldi hafa tekist. Því legg ég til að því verði fylgt eftir hér með þeim breytingum sem frv. gerir ráð fyrir og ég vona að Alþingi geti fallist á og vissulega koma til móts við sjónarmið hv. þm.