Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 14:58:38 (1754)

1997-12-05 14:58:38# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:58]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég endurtek það að þjóðin hefur enga kröfu gert um það að fara með skipulagsmál í Reykjavík þó að hún eigi hér ýmsar eignir. Og hún hefur ekkert fram yfir það að fá þar umsagnarrétt eins og aðrir þegar skipulag er ákveðið. Auðvitað getur verið stjórn yfir þjóðgörðum á miðhálendinu og þar geta einhverjir í nafni allrar þjóðarinnar stjórnað málum. En það breytir því ekkert að þessi þjóðgarður þarf að vera innan einhvers sveitarfélags eða ætlar hv. þm. að leggja það til að þjóðgarðar, hvar sem þeir eru, tilheyri ekki stjórnsýslu í viðkomandi sveitarfélagi? Ætlar hann að leggja það til að væntanlegur þjóðgarður á Snæfellsnesi sé utan sveitarfélagsins Snæfellsbæjar. (ÖS: Hvað með þjóðgarðinn á Þingvöllum?) Þingvellir hafa sérstöðu hjá þessari þjóð eins og hv. þm. er kunnugt.