Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 15:11:24 (1761)

1997-12-05 15:11:24# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:11]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að það er engin trygging fyrir því að vel sé að málum staðið þó að einhver stærri sveitarfélög eigi hlut að máli. Ég er hins vegar að reyna að draga það fram að valdið liggur þar sem fyrsta tillagan er gerð eins og hún er gerð núna hjá staðvinnunefndinni um svæðisskipulagið. Þar liggur valdið. Svo er það borið fram fyrir þjóðina er sagt. Þjóðin hefur takmarkaða kosti á að koma sínum sjónarmiðum til leiðar, því miður. Auðvitað gera menn athugasemdir. Félög og samtök munu gera athugasemdir fyrir 10. desember. Hugsanlega tekur samvinnunefndin eitthvert tillit til þeirra. Síðan er sagt: Og svo getur ráðherra að lokum staðfest. Ráðherrann verður í afar þröngri stöðu þegar búið er að vinna tillöguna til enda. Auðvitað lýkur henni einhvern tímann. Þá er ráðherrann í afar þröngri stöðu að hafna henni þannig að valdið liggur í höndum þess afls, þeirrar nefndar sem gerir frumtillöguna. Og að því er rangt staðið eins og núna er, því miður, þó að það sé gert eftir lögum, að mínu mati ranglátum lögum.