Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 15:37:15 (1766)

1997-12-05 15:37:15# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:37]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Áralagið breytist nú þessi árin og einnig í Framsfl. Það er alveg ljóst. En menn verða auðvitað að hafa forsögu málsins í huga þegar málin eru rædd. Ég tek mjög eindregið undir það sjónarmið hjá hv. þm. að skipulagsmál á þessu stóra svæði ber að varðveita heildstætt. Það er mjög brýnt að svo sé gert og ég held að menn ættu að athuga hvort ekki væri hægt að styrkja skipulagslöggjöfina að þessu leyti, varðandi sérstaka svæðisskipulagsmeðferð á miðhálendinu. Ég held að það sé hugsun sem reyna ætti að að festa í sessi þannig að það hrópi ekki hvað á annað í sambandi við tillögur og þróun mála á þessu svæði. En því miður er það er fleira en fögur hugsun um verndun og náttúruvernd á þessu svæði sem ríkir og það m.a. á vegum stjórnvalda, á vegum m.a. Framsfl. sem aðila að ríkisstjórn núna og þar á ég m.a. við þær stórfelldu hugmyndir um nýtingu vatnsafls, langt út yfir öll skynsamleg mörk og hv. þm. þyrfti nú að gefa gaum að.