Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 08. desember 1997, kl. 16:37:38 (1830)

1997-12-08 16:37:38# 122. lþ. 37.7 fundur 328. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (lífeyrisiðgjöld o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur

[16:37]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. fjmrh. breytir ekki innihaldi málsins og alvöru þess með því að tala sig út úr því á mjúkan og lágværan hátt. Þegar gengið var til kjarasamninga fyrr á árinu þá var það gert á grundvelli yfirlýsinga sem ríkisstjórnin hafði gefið um skattabreytingar. Þannig reiknuðu menn út útkomuna úr kjarasamningum. Á þann hátt er hægt að líta á skattabreytingarnar fyrirhuguðu sem forsendur kjarasamninga. Þetta benti hæstv. forsrh. á og hæstv. fjmrh. ítrekað úr þessum ræðustól. Nú er verið að lýsa því yfir að menn ætli að hnika til, eins og það er kallað, þegar þeir svíkja þau fyrirheit sem gefin voru í tengslum við síðustu kjarasamninga. Þetta er mjög mikið alvörumál sem hér er á ferðinni og menn afgreiða það ekki út af borðinu með því að reyna að ræða sig frá því á lágværum og mjúkum nótum.