Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 22:17:31 (2300)

1997-12-15 22:17:31# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[22:17]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ég þurfi ekki að segja það enn einu sinni, ég tel það óþarfa. Ég tel það nægjanlega tryggt sem hefur verið lýst, rakið og lesið að hér er ekki verið að opna fyrir skólagjöld. Sé það ætlunin þarf Alþingi að koma þar til. Þá er það ákvörðun Alþingis, þá fer hin pólitíska umræða um það fram á hv. Alþingi. Það er ekki verið að opna fyrir skólagjöld. Ég segi það enn og einu sinni. Það er skilningur minn og það er yfirlýsing hv. meiri hluta menntmn.

Þegar og ef að því kemur þá fer umræðan um skólagjöld fram á hv. Alþingi og þar verður ugglaust tekist á.