Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:49:49 (2319)

1997-12-15 23:49:49# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:49]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að afnám laganna frá 1974 kalli ekki á það að háskólar fari að skoða það hvort nauðsynlegt sé fyrir þá að taka upp skólagjöld. Ég held að það sé röng túlkun á þessu ákvæði í 26. gr. frv. að það kalli eitthvað á það sérstaklega að háskólar fari að velta því fyrir sér hvort það þurfi að taka upp skólagjöld.