Háskólar

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:02:49 (2363)

1997-12-16 14:02:49# 122. lþ. 44.3 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:02]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Verði þessi málsgrein að lögum eins og margt bendir til, þá verður heimilt að innheimta skólagjöld í háskólum almennt, til rekstrar og til að standa undir kennslukostnaði. Eina leiðin til að koma í veg fyrir það væri að í sérlögum um hvern háskóla yrði slík heimild beinlínis bönnuð. Hér er því um að ræða tímamótalagasetningu af hálfu núv. hæstv. ríkisstjórnar, aðför að háskólum og þeim sem stunda þar nám. Við greiðum því atkvæði gegn þessum málslið eins og hann liggur fyrir.