Háskólar

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:06:01 (2365)

1997-12-16 14:06:01# 122. lþ. 44.3 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:06]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að lögin um skólakerfi verði felld úr gildi. Í þeim lögum eru tvær mikilvægar lagagreinar sem ég sætti mig ekki við að falli úr íslenskum lögum. Í 6. gr. laganna segir að kennsla sé veitt ókeypis í öllum íslenskum skólum og í 7. gr. þessara laga er skýrasta ákvæði íslenskra laga um jafnrétti kynjanna en þar segir:

,,Í öllu starfi skóla skulu konur og karlar njóta jafnréttis í hvívetna jafnt kennarar sem nemendur.``

Ég er á móti því að góð lagaákvæði séu felld úr gildi og greiði því atkvæði með þessari brtt.