Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 16:43:08 (2394)

1997-12-16 16:43:08# 122. lþ. 44.9 fundur 349. mál: #A hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit# frv., Frsm. meiri hluta ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[16:43]

Frsm. meiri hluta umhvn. (Ísólfur Gylfi Pálmason) (andsvar):

Herra forseti. Áfram heldur hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar sömu braut. Hann talar enn eftir flóknum leiðum þegar hann nálgast þetta mál. Sjálfur veit hv. þm. að hann hefur mjög gjarnan talað um starfsleyfismál með ákveðnum hætti og viljað hafa mun skýrari reglur um starfsleyfi. Eins og hv. þm. veit er það ekki á valdi einstakra þingmanna að ákveða hvaða verksmiðjur koma til landsins o.s.frv. Hv. þm. gerir sér að leik að fara sérkennilegan sveig þegar hann nálgast þetta mál.