1997-12-17 00:32:17# 122. lþ. 44.11 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[24:32]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyrði aldrei nema eina spurningu í stað tveggja. (StG: Blessaður þá reyndu að svara henni.) Ég skal svara henni. Ástæðan er sú að þegar við tókum upp aflastjórnunarkerfið 1984, settum við jafnframt á flotastýringu fyrir þann flota. Við höfum áður farið yfir það í kvöld. Á sama tíma var fjölgun smábáta óheft og stjórnvöld gerðu ekkert í því en leyfðu smábátunum að fjölga án þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Reynt að takmarka það smávegis árið 1990 en eftir stöðvunina var ekki farið að vinna að fækkun bátanna fyrr árið 1995. Smábátarnir sem komið var í gagnið á þessum tíma voru löglega inn í landið komnir og með fiskveiðileyfi í íslenskri landhelgi. Þess vegna hef ég litið svo á, hv. þm., að stjórnvöldum bæri skylda til þess að finna lífsrými fyrir þennan flota. Tilkoma hans var lögleg og hann var sannarlega með veiðileyfi í landhelginni.