1997-12-17 00:33:40# 122. lþ. 44.11 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[24:33]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við fáum í þetta botn í andsvörum okkar á milli en ég vil þó víkja einni spurningu enn til hv. þm. 3. þm. Vestf., Einars Odds Kristjánssonar. Er hv. þm. virkilega að halda því fram að aðeins smábátar hafi þurft að búa við skerta sókn? Hvað heldur þingmaðurinn að margir togarar liggi bundnir við bryggju vegna þess að þeir hafa ekki nokkra möguleika til þess að sækja þann afla sem þeir geta sótt?