Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 13:48:18 (2530)

1997-12-17 13:48:18# 122. lþ. 46.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[13:48]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Framsal aflaheimilda er helsti ljóðurinn á annars ágætu fiskveiðistjórnarkerfi okkar Íslendinga. Framsal aflaheimilda hefur leitt til tveggja allsherjarverkfalla sjómanna á örfáum árum og öll helstu heildarsamtök sjómanna hafa mælt með því að framsalið verði afnumið. Ég er andvígur því að innleiða kvótabraskið í smábátakerfið og greiði því atkvæði gegn þessum lið 1. gr.