Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 13:50:48 (2533)

1997-12-17 13:50:48# 122. lþ. 46.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[13:50]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu eru greidd atkvæði um tvær tillögur. Sú fyrri er að heimila framsal á varanlegu þorskaflahámarki á milli báta án þess að þurfa að úrelda þann bát sem selt er frá. Ég tel að sú breyting sé skynsamleg og hún er líka tekin upp að ósk þeirra sem málið varðar, þ.e. smábátaeigenda.

Hin tillagan fjallar um að heimila framsal innan ársins, svonefnt leiguframsal, og um það hef ég verulegar efasemdir og tel ekki rétt að setja það inn í löggjöf. Að öllu samanlögðu mun ég því ekki greiða atkvæði með þessum lið og ekki heldur á móti.