Háskólar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:11:04 (2644)

1997-12-18 14:11:04# 122. lþ. 48.1 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:11]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Minni hluti menntmn. hefur gagnrýnt þá ofstjórnaráráttu með auknum pólitískum afskiptum sem fram kemur í frv. til laga um háskóla.

Við höfum einnig varað við því að með tilteknum greinum sé verið að taka burt þær lagalegu hindranir sem verið hafa gegn skólagjöldum í opinberum skólum á Íslandi. Tillögur okkar um að breyta þessu hafa allar verið felldar. Útfærsla málsins er því algerlega á ábyrgð ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi. Ég treysti mér ekki til að styðja þetta mál og mun sitja hjá.