Kennaraháskóli Íslands

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:15:45 (2648)

1997-12-18 14:15:45# 122. lþ. 48.2 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:15]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að þrátt fyrir þá afstöðu sem fram kom í háskólafrv. þá tel ég að þetta frv. sé með þeim hætti að ástæða sé til að styðja það og fagna þeirri niðurstöðu sem hér er. Verið er að sameina fjóra uppeldisskóla í einn og ég tel að það sé með þeim hætti og þannig að því máli staðið að ástæða sé til að gleðjast yfir þeirri niðurstöðu. Ég tel einnig að það sé mjög mikilvægt, af því að í umræðunni hefur komið fram frá hæstv. menntmrh. að þar hafa menn verið að fara yfir bæði húsnæðismál hins nýja skóla, tækjabúnað og skipulag, og það er mjög mikilvægt að eftir þeim hlutum verði einnig gengið og vel á því haldið.