Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:56:19 (2667)

1997-12-18 14:56:19# 122. lþ. 48.6 fundur 43. mál: #A almannatryggingar# (slysatrygging sjómanna) frv. 148/1997, GHelg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:56]

Guðrún Helgadóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það virðist enginn nenna að skilja það sem ég er að segja. Auðvitað er réttarstaða íslensku sjómannanna verri vegna þess að þeir eru ótryggðir. Þeir hljóta að vera lakar tryggðir en allir aðrir. Ég veit ekki hvað er að mönnum sem afgreiða málin svona.

Fyrir nokkrum mánuðum strandaði hér skip sem hét Víkartindur. Sá sami Borgþór Kjærnested og venjulega var hent út ef hann óskaði eftir að fá að fara um borð í þessi skip til að tala við erlenda sjómenn, hvernig fór fyrir honum þá? Þegar hann ætlaði að ná til erlenda hluta áhafnarinnar, þá var búið að keyra hann suður í Keflavík, troða þeim upp í flugvél og þeim komið burt áður en hafin voru sjópróf. Heldur hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson, að íslensk áhöfn hefði látið fara svona með sig? Auðvitað ekki. Þessir menn eru meira og minna réttlausir. Þeir eru ekki á íslensku skipi heldur útlendu. Ef menn vilja ganga illa frá löggjöf verða þeir að eiga það við sig. En ég er hissa á að hæstv. sjútvrh. skuli ekki blanda sér í þessa umræðu, vegna þess að hann er eini maðurinn sem hefur haldið sjó í þessum málum og virst skilja um hvað málið snýst.