Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 17:59:23 (2705)

1997-12-18 17:59:23# 122. lþ. 48.7 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[17:59]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Skýringin er sú að summan sem sveitarfélögin fá hækkar verulega. Þar að auki fá sveitarfélögin peninga á móti þeim tekjuskatti sem hinir tekjuhærri mundu annars hafa greitt og hafa þá möguleika á að gera betur við hina tekjulægri, þ.e. ég geri ráð fyrir að þetta deilist út sem hærri upphæð til húsaleigubóta. Þetta gæti verið leið til að bæta hinum tekjulægri.