Aukatekjur ríkissjóðs

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 21:51:29 (2722)

1997-12-18 21:51:29# 122. lþ. 48.15 fundur 304. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (dómsmálagjöld o.fl.) frv. 143/1997, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[21:51]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er sammála hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni um að þessi skattheimta er í sjálfu sér ekki til að státa af. En af því að ég var áðan að vekja athygli hv. þm. Ágústs Einarssonar á þessum dagsetningum sem standa fremst í frv. og vísa til þess tíma þegar þessi lög voru upphaflega samþykkt þá var það í tíð fyrrv. ríkisstjórnar, svo það sé nú rifjað upp en hv. þm. lagði sig mjög fram að taka ekki eftir því. Á þeim tíma voru þessi gjöld að því er mig minnir erfðagóss frá þeim tíma er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon sat í ríkisstjórn. Þá voru þessi gjöld flest hver sett á með reglugerð, alla vega þær upphæðir sem gjöldin eru í núna. Þannig að ég vildi bara gjarnan nota tækifærið, hæstv. forseti, og spyrja hv. þm. hver tildrögin voru að því að þessi gjöld komust í þessar hæðir á þeim tíma sem hv. þm. sat í ríkisstjórn.