Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:37:59 (2781)

1997-12-19 13:37:59# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:37]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ekki hefur verið sýnt fram á að 280 millj. dugi til að leigjendur verði jafnsettir eftir þessa lagasetningu og þeir eru í dag. Þvert á móti hefur verið bent á að ef sveitarfélögin færa leiguna upp í raunkostnað þá megi ætla að fjórðungur þeirra sem nú eru í leiguíbúðum sveitarfélaga, eða um 550 manns, falli út og fái hvorki niðurgreidda leigu né húsaleigubætur. Einnig hefur verið sýnt fram á að fjöldi fólks með tekjur á bilinu 700 þús. til 1 millj. í árstekjur geti við þessa breytingu þurft að greiða umtalsvert hærri leigu eða á bilinu 7--15 þús. kr. nema sveitarfélögin bæti þeim það upp sérstaklega. Þær 280 millj. sem hér er verið að greiða atkvæði um tryggja því ekki að allir verði jafnsettir eftir sem áður varðandi leigugreiðslur. Ég greiði ekki atkvæði.