Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:43:23 (2785)

1997-12-19 13:43:23# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:43]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að fellt verði niður það skilyrði að um íbúðir verði að ræða, að húsaleigubætur verði eingöngu veittar út á íbúðir en ekki út á herbergi og aðrar þær íbúðir sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Ég er á móti því að verið sé að ráðskast með borgarann og segja honum hvernig hann eigi að búa. Ég er líka á móti því að ógæfufólk sem er með stopular tekjur og býr í herbergjum fái ekki húsaleigubætur.