Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:07:44 (2797)

1997-12-19 14:07:44# 122. lþ. 49.7 fundur 330. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (uppgjör á skuldbindingum, iðgjöld til B-deildar) frv. 142/1997, PHB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:07]

Pétur H. Blöndal (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Árið 1633 var maður nokkur í Róm dæmdur til dauða fyrir að halda því fram að jörðin snerist kringum sólina. Hér er lögð fram brtt. um að reikna megi út iðgjaldið hjá B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það var fellt í fyrra en nú legg ég aftur fram brtt. og legg til að hv. þingheimur samþykki þá tillögu að það megi reikna út iðgjald til B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem er til staðar og reikna út áfallnar skuldbindingar á þá deild og henni dreift á þau fyrirtæki sem greitt hafa til sjóðsins.

Þessi ágæti maður, Galileo Galilei, sagði eftir að hafa verið dæmdur: ,,Hún snýst nú samt.``