Aukatekjur ríkissjóðs

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:26:44 (2804)

1997-12-19 14:26:44# 122. lþ. 49.9 fundur 304. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (dómsmálagjöld o.fl.) frv. 143/1997, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:26]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Á árinu 1995 voru tæplega 700 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota. Í þessu frv. er lagt til að hækka gjöld vegna nauðungarsölu og aðfarargerðar. Það eru þessar greinar sem við erum að greiða atkvæði um. Sú ríkisstjórnarstefna sem hér birtist knýr á um enn fleiri gjaldþrot og ég vil biðja hv. þingmenn að rifja aðeins upp kosningaloforð þessara flokka fyrir síðustu kosningar, ekki hvað síst Framsfl. sem sagðist ætla að gæta sérstaklega skuldastöðu heimilanna. Frv. gengur þvert á það. Þessar greinar frv. ganga þvert á þau loforð sem gefin voru og eru svikin í dag ótvíræðar en oft áður.