Ferill 284. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 355 – 284. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um að bæta réttarstöðu íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum, sólarhringsstofnunum og vist heimilum fyrir aldraða og fatlaða.

Flm.: Ásta B. Þorsteinsdóttir, Ágúst Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,


Gísli S. Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir,


Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sighvatur Björgvinsson,


Svanfríður Jónasdóttir, Össur Skarphéðinsson.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa breytingar á lögum um almannatrygg ingar þannig að þeir sem dveljast langdvölum eða eiga heimili sitt á hjúkrunar- eða dvalar heimilum, vistheimilum eða sólarhringsstofnunum, sökum öldrunar eða fötlunar, njóti sömu réttinda hvað varðar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hjálpartæki og aðra fyrirgreiðslu og þeir sem búa utan umræddra stofnana. Að málinu verði unnið í samvinnu við hagsmunasamtök aldraðra og fatlaðra. Niðurstöður og nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir Alþingi fyrir árslok 1998.

Greinargerð.


    Tilgangur þessarar tillögu er að bæta úr því augljósa og margháttaða misrétti sem þeir sem dveljast á stofnunum eða hjúkrunarheimilum búa við. Þessar stofnanir eru flestar á dag gjöldum eða föstum fjárlögum þannig að íbúarnir greiða ekki sjálfir fyrir dvöl sína eins og tíðkast t.d. á sambýlum eða í vernduðum íbúðum. Hugsunin á bak við tillöguna er sú að íbúar umræddra stofnana og heimila fái greiddan elli- eða örorkulífeyri, tekjutryggingu og heim ilisuppbót. Þeir greiði síðan til heimilisins vegna eðlilegs framfærslukostnaðar, svo sem fyrir fæði, húsaleigu o.fl., á sama hátt og aðrir.
    Þegar aldraðir eða fatlaðir vistast á sólarhringsstofnunum, hjúkrunar- og vistheimilum, missa þeir réttinn til beinna bótagreiðslna úr almannatryggingakerfinu en fá eingöngu greiddan mánaðarlegan vasapening sem nú er rétt um 11.000 kr. Þetta fyrirkomulag sviptir fólk sjálfstæði og sjálfsvirðingu og réttinum til að ráða fjármálum sínum sjálft. Í því felst ákveðin forræðishyggja sem samræmist illa jafnræðisreglu og mannréttindasjónarmiðum, sviptir fólk fjárræði og er lítilsvirðandi.
    Markmiðið með tillögunni er að settar verði skýrar reglur sem gera greinarmun á eðlileg um kostnaði við framfærslu einstaklings, sem hver og einn beri sjálfur ábyrgð á, og þeirri þjónustu eða umönnun sem viðkomandi þarf á að halda vegna líkamlegs eða andlegs ástands og eðlilegt er að hið opinbera greiði.
    Fólk sem býr á þessum stofnunum eða heimilum hefur mjög skert aðgengi að nauðsynleg um hjálpartækjum, þrátt fyrir skyldur stofnana. Það hefur engan rétt til að fá úthlutað hjálp artækjum frá Tryggingastofnun ríkisins og engin trygging er fyrir því að það fái nauðsynleg an búnað eftir öðrum leiðum. Í flestum tilvikum er vísað til þess að fjármagna eigi hjálpar tæki af rekstrarlið stofnana sem þýðir nær undantekningalaust að hjálpartækið fæst ekki. Það er því brýnt réttindamál að íbúar umræddra stofnana sitji við sama borð hvað þetta varðar og þeir sem hafa átt kost á annarri búsetu, svo sem sambýlum, vernduðu húsnæði eða eigin heimili.
    Fyrirkomulag greiðslna fyrir læknis- og lyfjakostnað þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum, vistheimilum eða sólarhringsstofnunum virðist vera nokkuð mismunandi eftir því á hvaða stofnun fólk dvelst. Einstaka stofnanir greiða þennan kostnað fyrir heimilisfólk að fullu en aðrar stofnanir taka lítinn sem engan þátt í honum. Það hlýtur að vera réttlætismál að allir sitji við sama borð hvað þetta varðar.
    Það mætti hugsa sér að Tryggingastofnun ríkisins úthluti íbúum stofnana eða hjúkrunar heimila lyfja-, læknis- eða öðrum þjónustukortum sem elli- eða örorkulífeyrisþegar fá. Þann ig ættu þeir sama rétt á afslætti, t.d. vegna læknis- eða tannlækniskostnaðar, og jafna mögu leika á að leita eftir þjónustu utan stofnana og aðrir.
    Eins og málum er háttað er kostnaðarhlutdeild íbúa heimila og stofnana mjög mismunandi og má kveða svo fast að orði að alvarleg mismunun eigi sér stað.
    Við framkvæmd laga um málefni fatlaðra er það meginreglan að íbúar sambýla greiði að hámarki 75% af heildarupphæð grunnlífeyris og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun ríkis ins til reksturs sambýlisins. Það er enn fremur meginregla að þeir sem búa í húsnæði sem er í eigu ríkisins greiða enga húsaleigu, aðeins lögboðnar tryggingar og fasteignagjöld. Þeir sem búa í húsnæði sem er í annarra eigu, svo sem félagasamtaka, greiða hins vegar raun kostnað af húsnæðinu. Því er augljós aðstöðumunur á milli þessara tveggja hópa sem er rétt lætismál að leiðrétta.
    Þess eru einnig dæmi að sambýli hafi verið byggð innan lóðamarka sólarhringsstofnana þannig að um mismunandi greiðslukerfi getur verið að ræða þótt fólk búi nánast á sama stað. Þeir sem búa á stofnun fá eingöngu vasapeninga. Á sambýlinu fá heimilismenn greiddan líf eyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót en greiða hlutfall tekna sinna til sameiginlegs heim ilishalds. Íbúar sambýlisins eiga rétt á þjónustu sveitarfélagsins, svo sem ferðaþjónustu og liðveislu, en íbúar stofnunar á sömu lóð eru réttlausir hvað þetta varðar.
    Kostir þeirra breytinga sem lagðar eru til í tillögunni eru margvíslegir. Það er augljóst réttlætismál að allir aldraðir og fatlaðir, líka þeir sem dveljast á stofnunum og þurfa verulega aðstoð, njóti sambærilegra réttinda og kjara og þeir sem geta búið sjálfstætt. Með breyting unum væri komið í veg fyrir að fólki væri mismunað eftir búsetu eða tegund stofnunar sem það býr á. Eins og málum er nú háttað halda þeir sem búa utan stofnana og eru á bótum eftir 25% af lífeyri og tekjutryggingu og öllum uppbótum á lífeyri að fullu (100%). Sé fjárhags dæmi þessara tveggja hópa skoðað kemur í ljós að þeir sem búa í vernduðu húsnæði eða á sambýlum halda a.m.k. 23.000 kr. eftir þegar þeir hafa greitt fyrir fæði og húsnæði en þeir sem dveljast á stofnunum og hafa engar aðrar tekjur hafa aðeins 11.000 kr. í vasapening til einkanota. Þótt um mjög lágar upphæðir sé að ræða í báðum tilvikum er munurinn engu síður óásættanlegur. Einnig er rétt að hafa í huga að vasapeningar eru tekjutengdir og skerðingar mörk mjög lág eða rúmlega 3.000 kr. Séu aðrar tekjur en greiðslur Tryggingastofnunar ríkis ins hærri en rúmlega 3.000 kr. skerðast vasapeningar um 65% þeirra tekna.
    Ellilífeyrisþegar sem dvelja á hjúkrunarheimilum og hafa eigin tekjur greiða mismikið fyrir dvöl sína, allt eftir því hver ávöxtun ævitekna þeirra er. Sá sem hefur tekjur vegna líf eyrissjóðsaðildar sem eru hærri en 21.495 kr. á mánuði þarf sjálfur að taka þátt í dvalar kostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Sá sem hefur umtalsverðar vaxtatekjur af verð bréfum hefur hins vegar sloppið við greiðsluþátttöku umfram það sem sjúkratryggingar leggja til með honum. Þarna er því einnig um mismunun að ræða sem þarf að leiðrétta.
    Það væri enn fremur mikill kostur ef framfærsla allra þeirra sem hér um ræðir færi í gegn um sömu stofnun eða ráðuneyti og fer með almannatryggingar og um þetta giltu sömu lög og reglur og gilda um aðra úr röðum aldraðra og fatlaðra. Ef íbúar hjúkrunarstofnana eða vistheimila fengju bætur greiddar beint, eins og hér er lagt til, yrði greiðslukerfið sýnilegra og gagnsærra. Það væri því betur hægt að koma í veg fyrir misræmi og mismunum sem virðist víða vera í þjónustukerfi elli- og örorkulífeyrisþega.
    Það væri einnig í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að tryggja öllum sam bærileg réttindi, óháð búsetu eða stöðu, en draga má í efa að núverandi fyrirkomulag uppfylli þá reglu.
    Breytingar þær sem hér eru lagðar til hafa reynst vel í Danmörku. Fyrirkomulagið var sett á til reynslu í tvö ár en frá árinu 1994 hefur það verið lögfest. Nú fá íbúar hjúkrunarheimila, vistheimila eða sólarhringsstofnana lífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð ( lov om social bistand). Áhyggjur þeirra sem óttuðust að breytingarnar yllu fólki erfiðleikum, t.d. með að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum, hafa reynst ástæðulausar. Lang flestir eru færir um að sjá um fjármál sín sjálfir. Þeir sem hafa þurft sérstaka aðstoð í þeim efnum fá hana í samkvæmt fyrir fram settum reglum sem er í fullu samræmi við lögræðislög.
    Ef þær breytingar sem hér er lagt til að verði gerðar ná fram að ganga þarf að setja skýrar reglur um það hvernig verði hægt að styðja þá sem þurfa sérstaka aðstoð í fjármálum. Skoða þarf hvort nýleg endurskoðun á lögræðislögum tryggi að slíkt fyrirkomulag geti gengið eftir hér.
    Gagnger endurskoðun þarf síðan að fara fram á tilhögun og útreikningum fastra fjárveit inga til þeirra hjúkrunar- og vistheimila og sólarhringsstofnana sem málið varðar og fjár magni síðan skilað inn í almannatryggingakerfið í því skyni að standa straum af lífeyris greiðslum til þeirra sem hér um ræðir, sem og öðrum kostnaði sem þessar breytingar hafa í för með sér fyrir Tryggingastofnun ríkisins.