Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 397 – 313. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um þróun lyfjaverðs.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Hver hefur þróun lyfjaverðs orðið eftir að ný lyfjalög öðluðust gildi 1. júlí 1994 og ákvæði VII. kafla (um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi) og XIV. kafla (um lyfjaverð) komu til framkvæmda 1. nóvember 1995?
     2.      Hver hefur þróun á verði 20 mest seldu lyfseðilsskyldu lyfjanna orðið á þessu tímabili?
     3.      Hefur aukin samkeppni samfara meira frelsi heildsala og smásala til verðákvörðunar og meiri þjónusta á þessum vettvangi, þ.e. með fjölgun lyfjabúða, leitt til aukins kostnaðar og hækkaðs verðs til neytenda og enn fremur aukinnar neyslu?
     4.      Í hve mörgum tilfellum selja heildsalar og smásalar lyfseðilsskyld lyf á hámarksverði sem lyfjaverðsnefnd hefur ákveðið og hversu oft og mikið er verðið undir hámarki sam kvæmt upplýsingum lyfjaverðsnefndar, sbr. 40. gr. lyfjalaga?
     5.      Hefur frjáls verðlagning lyfja, sem seld eru án lyfseðils, skv. 40. gr. lyfjalaga leitt til söluaukningar og verðbreytinga og þá hverra?
     6.      Er það mat ráðherra að auknar heimildir til upplýsinga og kynningar í lyfjalögum hafi aukið neyslu lyfja sem seld eru án lyfseðils eða breytt neyslumunstri á annan veg?
     7.      Er ráðherra sömu skoðunar nú og hann var sem stjórnarandstöðuþingmaður á síðasta kjörtímabili þegar frumvarp til nýrra lyfjalaga var til umræðu og afgreiðslu á Alþingi?


Skriflegt svar óskast.