Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 453 – 167. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um Kennara- og uppeldisháskóla Íslands.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórunni J. Hafstein og Gunnar Jó hann Birgisson frá menntamálaráðuneyti, Ólaf Proppé og Börk Hansen frá Kennaraháskóla Íslands, Benedikt Magnússon frá Bandalagi íslenskra sérskólanema, Sólveigu Steinsson, Þórodd Þórarinsson og Árna Má Björnsson frá Þroskaþjálfafélagi Íslands, Guðrúnu Stefáns dóttur frá Þroskaþjálfaskóla Íslands, Þorstein Gunnarsson frá Háskólanum á Akureyri, Er ling Jóhannsson og Hafþór B. Guðmundsson frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, Gyðu Jóhannsdóttur frá Fósturskóla Íslands og Hauk Ingibergsson frá verkefnisstjórn vegna undirbúnings stofnunar Kennara- og uppeldisháskóla Íslands.
    Mál þetta var fyrst flutt á 121. löggjafarþingi og þá bárust umsagnir frá Félagi íslenskra leikskólakennara, Íþróttakennaraskóla Íslands, Fósturskóla Íslands, Íþróttakennarafélagi Ís lands, nemendaráði Fósturskóla Íslands, kennarafélagi Fósturskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Kennarafélagi Kennarahá skóla Íslands, Hinu íslenska kennarafélagi og Þroskaþjálfaskóla Íslands. Málið er nú endur flutt á 122. löggjafarþingi og bárust til viðbótar umsagnir frá Fósturskóla Íslands, Félagi ís lenskra leikskólakennara, Kennarasambandi Íslands og Hinu íslenska kennarafélagi, Kenn ara- og starfsmannafélagi Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, skólanefnd Íþróttakennaraskóla Íslands, nemendafélagi Þroskaþjálfaskóla Íslands, Bandalagi íslenskra sérskólanema og verkefnisstjórn vegna stofnunar Kennara- og uppeldis háskóla Íslands.
    Frumvarp þetta er lagt fram til þess að sameina starfsemi Fósturskóla Íslands, Íþrótta kennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands í eina háskóla stofnun og er því ætlað að vera til fyllingar rammalöggjöf um háskóla. Hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu þessara menntastofnana hafa verið að mótast á undanförnum árum og hefur sameiningin verið talin efla faglegt umhverfi þessarar menntunar og bæta nýtingu kennslukrafts, húsnæðis og annars búnaðar. Má í þessu sambandi nefna að menntun kennara og annarra uppeldis- og umönnunarstétta á margt sameiginlegt sem auðveldara er að efla og samhæfa undir einni yfirstjórn. Gildir það bæði um grunnmenntun þeirra, endurmenntun og framhaldsnám. Með sameiningunni færist menntun allra þessara stétta ótvírætt á háskólastig og verður því í auknum mæli tengd rannsóknum sem leiða til betri og markvissari starfs menntunar en ella. Þá má gera ráð fyrir auknum rannsóknum á sviði uppeldis og skólastarfs og á því er full þörf.
    Hinum nýja Kennaraháskóla Íslands og stjórn hans verður fengið sjálfdæmi um flest innan þeirra marka sem frumvarp þetta og frumvarp til laga um háskóla setja. Þetta felur m.a. í sér að 1. gr. frumvarpsins er almennt orðuð, skólinn ákvarðar sjálfur deildaskiptingu og aðrar


Prentað upp.

stjórnunareiningar, rektor ræður alla kennara, þar með talda prófessora. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í þau störf sem talin er þörf á og falla innan þess fjárhagsramma sem Kennarahá skólinn starfar eftir en ekki eru í frumvarpinu tilgreind einstök störf og starfsheiti innan stjórnsýslu hans. Gert er ráð fyrir að nánari fyrirmæli um námið verði sett í reglugerð og lengd þess ákvörðuð í námskrá og verður þá miðað við skilgreindar þarfir með hliðsjón af því námi sem er í boði.
    Nokkrar umræður urðu í nefndinni um túlkun ákvæðis 4. gr. frumvarpsins um skrásetning argjald. Menntamálanefnd er sammála um að eingöngu sé heimilt að miða skrásetningargjald við kostnað af innritun, kennsluefni og pappírsvörum sem skólinn lætur nemendum í té. Þetta þýðir í raun að skrásetningargjaldið getur verið lægra en tilgreind hámarksupphæð í frumvarpinu segir til um.
    Menntamálanefnd mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lögð er til breyting á heiti stofnunarinnar í heiti laganna í fyrirsögn og annars staðar þar sem skólinn er nafngreindur í frumvarpinu. Nefndin leggur til að nafn skólans verði Kennaraháskóli Íslands í stað þess að hann nefnist Kennara- og uppeldisháskóli Íslands.
                  Lagt er til að við síðari málslið 1. mgr. 1. gr. bætist orðið „þjálfunar“ við í upptaln ingu þeirra sviða sem háskólinn veitir nemendum sínum menntun til að gegna störfum á, en orðið þjálfun er lýsandi bæði fyrir starfssvið þroskaþjálfa og íþróttakennara.
     2.      Lagðar eru til eftirgreindar breytingar á ákvæði til bráðabirgða:
            a.      Í a-lið er fjallað um réttarstöðu nemenda, sem nú stunda nám við skólana, við sameiningu Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands og er lagt til að við ákvæðið bætist að háskólaráði sé heimilt að ákveða að þeir nemendur, sem við gildistöku laganna stunda nám í þeim skólum sem sameinast og munu ljúka námi áður en lög þessi koma til fullra fram kvæmda, geti lokið háskólaprófgráðu.
            b.      Í b-lið er kveðið á um réttarstöðu kennara sem nú starfa við skólana og er lagt til að bætt verði við ákvæði þess efnis að starfandi skólastjórar Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands við gildistöku laganna eigi rétt til starfa hjá Kennaraháskóla Íslands samkvæmt c- og d-lið ákvæðisins.
            c.      Í c-lið er lögð til breyting á orðalagi.
            d.      Í d-lið er lögð til breyting á orðalagi.
            e.      Í e-lið er frestur til að leggja niður störf skipaðra og ótímabundið ráðinna kennara við Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, sem ekki uppfylla starfsskilyrði samkvæmt lögum um háskóla, lengdur um tvö ár, til 31. júlí 2001 í stað 31. júlí 1999.
     3.      Sjá skýringar í 1. lið hér að framan.
    

Alþingi, 10. des. 1997.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.


Hjálmar Árnason.




Tómas Ingi Olrich.



Svavar Gestsson,


með fyrirvara.

Arnbjörg Sveinsdóttir.




Vigdís Hauksdóttir.



Guðný Guðbjörnsdóttir,


með fyrirvara.

Árni Johnsen.