Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 470 – 289. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá Farmanna- og fiskimannasam bandi Guðjón A. Kristjánsson og Benedikt Valsson, frá Sjómannasambandi Íslands Hólmgeir Jónasson. Hilmar Snorrason kom frá Slysavarnaskóla sjómanna og Örn Pálsson frá Lands sambandi smábátaeigenda.
    Frumvarpið felur í sér frestun á gildistöku þess skilyrðis fyrir lögskráningu sjómanna að þeir hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða með öðrum hætti. Samkvæmt frumvarpinu er skipstjórnarmönnum og öðrum skipverjum veittur frestur til 31. desember 1998 til þess fullnægja skilyrðinu hafi þeir skráð sig á námskeið fyrir 1. janúar 1998. Fram kom við meðferð málsins að um 940 sjómenn hafi nú þegar skráð sig á öryggisfræðslunám skeið Slysavarnaskóla sjómanna og er það að mati forráðamanna skólans nær allir þeir sem enn eiga eftir að sækja slíkt námskeið. Ljóst er hins vegar að ekki verður hægt að ljúka nám skeiðahaldi vegna þessara umsækjenda fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 1999. Með hliðsjón af því er nefndin sammála því að veita skuli þennan viðbótarfrest en leggur til að hann verði framlengdur til 1. apríl 1999 svo tryggt sé að allir sem hyggjast sækja slík öryggisfræðslu námskeið eigi kost á því. Jafnframt telur nefndin eðlilegt að frestunarákvæðið verði gert að bráðabirgðaákvæði við lögin í stað þess að hafa það inni í ákvæðinu sjálfu þannig að það falli niður að liðnum frestinum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 10. des. 1997.



Einar K. Guðfinnsson,


form, frsm.


Magnús Stefánsson.



Stefán Guðmundsson.




Kristján Pálsson.



Egill Jónsson.



Guðmundur Árni Stefánsson.



Ásta R. Jóhannesdóttir.



Ragnar Arnalds.



Árni Johnsen.